Tillaga - Forhönnun

Þrívíddarmyndir sem sýna tillögurnar eru neðst á síðunni.

Þegar ýtt er á kortin þá opnast þau í pdf.

Tvö torg, Skallagrímstorg og Brákartorg, eru skipulögð sem opin almenningssvæði sem nýtast á fjölbreyttan hátt.  Hæg tvístefnu bílaumferð er leidd yfir torgin, eins og á vistgötu 15 km/klst.

Nýr hjólastígur kemur niður Borgarbraut að nýja miðbæjartorginu og upp Sneiðina.  Þannig næst hjólatenging við skólann og hin sögulega leið um svæðið er endurvakin.

Milli torganna er Borgarbraut og Brákarbraut breytt í samnýtt rými þar sem gangstétt og gata er í sama plani og fyrir vikið nýtist allt rýmið betur fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Virkum samgöngumátum er gefið meira rými en þveranir eru merktar og verður hámarkshraði akandi umferðar því 30km/klst.

Bakgata  Bjarnarbrautar á milli húsa verður hugsuð fyrir rútu- og bílastæði  og opnast norðurendi hennar inn á Sæunnargötu. Bjarnarbraut við Hrognkelsavík mun hins vegar verða skipulögð sem útivistar- og göngusvæði en svæði er þó utan þessa frumhönnunarverkefnis.

Á Skallagrímstorgi er lögð áhersla á að gera haugum Skallagríms og Kveldúlfs sem hæst undir höfði. Torgið eru dyrnar inn í gamla bæinn og þar er gert ráð fyrir að mynda fjölþætt opið miðbæjartorg sem nýtist sem flestum og býður upp á ýmsa afþreyingu og aðstöðu fyrir hátíðarhöld. Taka þarf tillit til vinda og sólar svo fólk getið notið svæðisins sem best og oftast. Haga þarf umferð þannig að hún hefti ekki nýtingarmöguleika á torginu (sjá nánar sérteikningu) en loka má fyrir umferð tímabundið á ákveðnum leiðum og beina henni annað.

Haugar, hátíðarhöld, samkomustaður, gróður, gróðurhús, kaffihús og leikur.

Þversnið sem sýna Skallagrímstorg (efri teikning) og Borgarbraut við Sæunnargötu (neðri teikning).

Brákartorg við Brákarsund er almenningssvæði sem býður upp á aðgengi að sjónum og fagurt útsýni. Torgið er afmarkað með byggingu til að auka gæði þess og aðdráttarafl. Á torginu er hægtað leita skjóls, en á sama tíma njóta útsýnis og nálægðar við sjóinn.  Vilji er meðal íbúa að á torginu sé að finna fjölbreytta starfsemi bæði innan- og utandyra en ekki að á svæðinu verði reist fleiri íbúðarhús.  Í stað íbúðarhúss sem nýlega er risið má gera ráð fyrir einnar hæðar verslunar- og þjónustubyggingu að mestu úr gleri, sem hæfir mannlífstorgi.

Áhugi var meðal íbúa að fá fjölnota byggingu á Brákartorg. Ný bygging út við sjóinn tæki sig vel í ásnum á Brákarbraut. Gæti hún verið í anda gamla sláturhússins en þá stæði hún lengra frá Landnámssetrinu  en sú sem áður var og þaðan mætti njóta útsýnis gegnum stóra glugga.  Byggingin  væri mikilvæg í skjólmyndun, til afmörkunar og nýtingar á torginu. 

Engin bílastæði eru á Brákartorgi en bílum er fundinn annar staður í nágrenninu.

Markaðir, vinnustofur, tónleikar, útsýni, nálægð við sjóinn, stallar, sölutjöld, skautasvell og ýmsir leikir.

Gera má ráð fyrir að uppbygging út í Brákarey kalli á meiri notkun bílastæða í gamla bænum. Bílastæðakjallari myndi leysa fyrirséðan bílastæðavanda verði ekkert gert. Í þessari útfærslu er gert ráð fyrir bílakjallara á  tveimur hæðum undir Brákartorgi, samtals um 150 bílastæði. En til þess að þessi hugmynd gangi eftir þyrfti nýlegt hús að Brákarsundi 1-3 að víkja.

Önnur útfærsla gerir ráð fyrir íbúðarhúsi að Brákarsundi 1-3 og garði umhverfis það.  Íbúðarhúsið og garðurinn sker af Brákartorgenda ekki gert ráð fyrir að það sé hluti af torginu og eigi þátt í sköpun mannlífs þar. 

Í þessari útfærslu er lagt til að lóðum Brákarsunds 1-3 sé breytt, eins og sýnt er á teikningunni, svo hámarka megi stærð Brákartorgs og ná þar fram betri nýtingu.  Einkastæði íbúðarhússins eru flutt að vesturenda þess en á móti er  garðurinn stækkaður til austurs, í átt að Brákarsundi.

Áfram er gert ráð fyrir samfélagshúsi á sama stað og í fyrri tillögu en í smækkaðri mynd, svo stærð þess haldist í hönd við smærra Brákartorg. Skautasvell og leiksvæði, stallar og tenging við sjó ásamt útsýni halda sínu mikla vægi.

Þar sem íbúðahúsið að Brákarbraut 1-3 draga úr möguleikum á bílakjallara undir torginu er litið til þess að gera bílakjallara á einni hæð milli húsaraðanna í bakgötu Bjarnarbrautar, um 100 bílastæði. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bílastæði á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar haldist óbreytt.

Brákartorg heldur að öðru leyti öllu sínu mikilvægi í skipulagi og bæjarmynd.

Byggð eru þrjú hús á lóðinni á horni Egilsgötu og Brákarbrautar.  Akreinar eru mjókkaðar og rými aukið fyrir gangandi vegfarendur og hornhús.  Hæðarmunur er nýttur til þess að ganga beint inn í húsin á mismunandi hæðum, þ.e. frá Egilsgötu og að aftanverðu.  Bílakjallari er undir húsunum Egilsgötumegin. Húsin verða kennileiti sem geta boðið upp á fjölþætta möguleika í þjónustu.

Rútur sem þjóna gamla bænum eru látnar fara hringinn um Egilsgötu-Skúlagötu-Bjarnarbraut sem tengist inn á Sæunnargötu. Búin eru til 3 rútustæði við Bjarnarbraut ásamt tveimur sleppistæðum við Skúlagötu.  Nokkur einkarútustæði eru fyrir framan Hótel Borgarnes. Tveimur rútustæðum er komið fyrir við Skallagrímsgarð og stoppustöðin við sundlaugina verður áfram á sínum stað.

Áherslan verður á samnýtt Bílastæði í stað einkastæða fyrir framan hver hús. Með samnýtingu á stæðum þar sem mismunandi aðilar geta notað sömu stæðin yfir allan sólarhringinn næst mun betri nýting alls staðar á bæjarlandi.

 Möguleiki er að gera bílastæðakjallara bakatil við Bjarnarbraut eða undir Brákartorgi ef þörf skapast vegna nýbygginga út í Brákarey.

Þrívíddarmyndbönd af tillögunum

Skallagrímstorg er eins í báðum tillögunum en munur er á útfærslu Brákartorgs.  Í tillögu M-1 er Brákartorg stórt en smærra í tillögu M-7.

M-1

M-7

Þrívíddarmódel sem sýna tillögurnar

Skallagrímstorg er eins í báðum tillögunum en munur er á útfærslu Brákartorgs.  Í tillögu M-1 er Brákartorg stórt en smærra í tillögu M-7.

M-1

M-7

Brákartorg M-1

Brákartorg M-7

Skallagrímstorg

Brákarbraut / Borgarbraut